Innlent

Hundurinn sem hraktist út á haf fannst dauður

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hundurinn var af tegundinni Hungarian Vizla.
Hundurinn var af tegundinni Hungarian Vizla. vísir/getty
Hátt á annan tug björgunarsveitarmanna á þremur bátum leituðu í gær hunds sem sloppið hafði frá eiganda sínum í Skerjafirði og synt á haf út. Hundurinn fannst dauður í fjöru í dag.

Leitin stóð yfir í um tvo tíma og var þyrla Landhelgisgæslunnar, sem hafði verið í öðru útkalli, fengin til að sveima yfir svæðið. Leitin bar þó ekki árangur en eigandi hundsins gekk fjörur í morgun og fann hundinn dauðan í dag, samkvæmt frétt RÚV. Þar segir jafnframt að hundurinn hafi verið af tegundinni ungversk viszla, sem almennt séu vel syndir en þessi hundur hafi ekki verið vanur sundi.

Stefán Már Haraldsson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitinni hafi borist tilkynning um klukkan korter yfir þrjú í gærdag. Leitað hafi verið frá Álftanesi yfir í Skerjafjörð og inn í Kópavog, en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×