Erlent

Hundruða saknað eftir að bátur sökk

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekkert neyðarkall barst frá bátnum en nokkrir farþeganna náðu að synda að landi og gera yfirvöldum viðvart.
Ekkert neyðarkall barst frá bátnum en nokkrir farþeganna náðu að synda að landi og gera yfirvöldum viðvart. vísir/epa
Að minnsta kosti fimm eru látnir og hundruða er saknað eftir að skip með rúmlega 450 innanborðs sökk er það sigldi eftir Yangtze ánni í suðurhluta Kína í gærkvöld.

Björgunaraðgerðir standa nú yfir en enn sem komið er hefur einungis tólf verið bjargað. Veður hefur hamlað björgunarstarfi umtalsvert. Ekkert neyðarkall barst frá bátnum en nokkrir farþeganna náðu að synda að landi og gera yfirvöldum viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×