Erlent

Hundruð manna dánir úr hita á Indlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Yfirvöld hafa víða biðlað til fólks að halda sig innandyra og drekka mikið af vatni.
Yfirvöld hafa víða biðlað til fólks að halda sig innandyra og drekka mikið af vatni. Vísir/EPA
Rúmlega fimm hundruð manns hafa látist í hitabylgju sem nú gengur yfir Indland. Flestir hinna látnu bjuggu í syðri héruðum landsins, þar sem hitastig náði sumstaðar 48 gráðum. Banamein flestra var hitaslag eða vökvatap.

Samkvæmt indversku veðurstofunni er gert ráð fyrir að hitabylgjan vari í nokkra daga til viðbótar og hafa yfirvöld víða biðlað til fólks að halda sig innandyra og drekka mikið af vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×