Lífið

Hundruð komu saman til að hlusta á Bon Iver á kasettu í litlum hljómflutningsgræjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðdáendur Bon Iver í Melbourne.
Aðdáendur Bon Iver í Melbourne. Vísir/Twitter
„Fréttamaður var sendur á vettvang til að segja frá kasettu sem var spiluð í hljómflutningstæki,“ sagði fréttamaður um uppákomu í Wisconsin sem bandaríska hljómsveitin Bon Iver hafði boðað til.

Sveitin hafði birt 11 myndir á Instagram-síðu sinni sem allar voru með mismunandi staðsetningar en sömu tímasetninguna, klukkan hálf sjö að kvöldi 29. september.

Aðdáendur sveitarinnar hugsuðu sér gott til glóðarinnar og bjuggust vel flestir við einhverskonar hlustunarpartíi í tilefni af útkomu þriðju hljóðversplötu sveitarinnar, 22, A Million, en fimm ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar, Bon IverBon Iver, kom út.

Sú varð raunin en partíið var þó ekki búið fullkomnu hljóðkerfi heldur litlum hljómflutningsgræjum sem spiluðu nýju lög sveitarinnar af kasettu.

Bon Iver just shut down Fitzroy.

A photo posted by Gabrielle Ryan (@gabsryan) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×