Erlent

Hundraða manna er saknað

Íbúar þorpsins Koslanda við byggingu sem eyðilagðist í aurskriðunni.
Íbúar þorpsins Koslanda við byggingu sem eyðilagðist í aurskriðunni. vísir/AFP
Íbúar á Srí Lanka eru óttaslegnir sökum aurskriðu sem féll fyrr í vikunni í þorpinu Koslanda sem er í miðju landinu.

Orsök aurskriðunnar er miklar rigningar sem hafa orðið á svæðinu síðustu vikur. Fjöldi húsa hefur skemmst og þá er talið að hundruð manna hafi látist.

Meira en 200 manns er enn saknað en yfirvöld segja ástandið vera hörmulegt á svæðinu.

Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×