Erlent

Hundrað látnir á Gasa í dag

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Ein þeirra 60 loftárása sem dundu á Gasaborg í dag.
Ein þeirra 60 loftárása sem dundu á Gasaborg í dag. Vísir/AP
Ísraelsher hefur gert meira en 60 loftárásir á Gasasvæði Palestínu í dag. Um það bil 100 manns hafa látist. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Dauðsföll Palestínumanna eru orðin 1115, en langflest þeirra eru óbreyttir og saklausir borgarar. Á meðal hinna látnu í dag eru fulltrúar Sameinuðu þjóðanna.

Á meðan hafa 53 ísraelskir hermenn látist, sem og tveir ísraelskir borgarar og einn taílenskur vinnumaður búsettur í landinu.

Í sjónvarpstilkynningu í gær sagði forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu að eitt helsta markmið hers síns væri að gereyða göngum sem grafin hafa verið undir ísraelsk-palestínsku landamærin, til að koma í veg fyrir að hermenn kæmust inn í Ísrael.

Þá vakti myndband þar sem þjóðernissinnaðir Ísraelar fögnuðu dauða palestínskra barna í söng mikla athygli.

Á myndbandinu sjást mennirnir veifa ísraelska fánanum meðan þeir syngja hástöfum í kór:

Það er enginn skóli á morgun, öll börnin á Gasa eru dáin."

Myndbandið má sjá fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×