Innlent

Húnaþing áminnt vegna sorpurðunar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Húnaþingi vestra fá menn frest til úrbóta vegna sorpurðunar.
Í Húnaþingi vestra fá menn frest til úrbóta vegna sorpurðunar. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Húnaþing vestra hefur fengið áminningu frá Umhverfisstofnun vegna aðstæðna á sorpurðunarstað að Syðri Kárastöðum.

Áminnt er fyrir frávik frá kröfum um verndun jarðvegs, grunn- og yfirborðsvatns með jarðfræðilegum tálma og botnþéttingu á urðunarstöðum.

„Umhverfisstofnun veitir Húnaþingi vestra frest til að stöðva urðun á svæðinu og senda Umhverfisstofnun staðfestingu þess eðlis til og með 6. október 2014,“ segir um málið í fundargerð byggðaráðs Húnaþings vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×