Sport

Hún kláraði bardagann á 14 sekúndum og setti UFC-met | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronda Rousey fagnar sigri í nótt.
Ronda Rousey fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty
Bardagakonan Ronda Rousey er rosalega öflug í hringnum og hún sýndi enn á ný styrk sinn í búrinu í bardaga í Staples Center í Los Angeles í nótt.

Rousey var á heimavelli og það tók hana aðeins fjórtán sekúndur að fá Cat Zingano til að gefast upp. Cat Zingano átti að vera erfiðasti mótherji Ronda Rousey til þessa en í stað þess að ógna bestu bardagakonu heims þó setti Rousey í staðinn met með því að klára bardagann nánast áður en hann byrjaði.

Þetta er nýtt met í UFC yfir fljótasta sigurinn í titilbardaga en gamla metið var fimmtán sekúndur hjá Andrei Arlovski árið 2005.

Það er því ekkert skrýtið þótt að einhverjir UFC-spekingar séu farnir að mæla með því að Ronda Rousey taki tvo fyrir einn á næsta bardagakvöldi.

Rousey hefur unnið alla ellefu bardaga sína á ferlinum þar af hefur hún klárað þá þrjá síðustu á 14, 16 og 66 sekúndum. Þetta var fimmt UFC-titillinn hennar.

Hér fyrir neðan má sjá Ronda Rousey klára bardagann á mettíma. Hún óð strax í Cat Zingano og náði strax frábæru taki sem þvingaði Zingano til að gefast strax upp.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×