Viðskipti erlent

Hummus í staðinn fyrir sígarettur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hummus er að margra mati afar gómsætt.
Hummus er að margra mati afar gómsætt. Vísir/Getty
Neysla hummus í Bandaríkjunum hefur aukist svo mjög á seinustu árum að bændur sem rækta tóbak hafa í auknum mæli skipt þeirri plöntu út fyrir kjúklingabaunir þar sem sala á sígarettum hefur minnkað jafnt og þétt.

Hummus er kjúklingabaunamauk og talið mjög hollt og gott. Það hefur smám saman komist í tísku en stjörnur á borð Katy Perry og Justin Timberlake eru á meðal aðdáenda mauksins. Bandarískir neytendur eyða 1 milljarði dala í hummus á ári og 70% neytenda þekkja vöruna.

Bændur og matvælafyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þessari þróun en aldrei hefur verið framleitt meira af kjúklingabaunum í Bandaríkjunum en gert hefur verið á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×