Enski boltinn

Hull borgar metfé fyrir framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Abel Hernandez var fimm ár í herbúðum Palermo.
Abel Hernandez var fimm ár í herbúðum Palermo. Vísir/Getty
Hull City hefur gengið frá kaupunum á framherjanum Abel Hernandez frá Palermo. Úrúgvæinn skrifaði undir þriggja ára samning við Hull með möguleika á eins árs framlengingu.

Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp, en Hull hefur staðfest að Hernandez hafi kostað meira en Jake Livermore sem varð dýrasti leikmaður félagsins þegar Hull greiddi um átta milljónir punda fyrir hann fyrr í sumar.

„Við gerðum frábær kaup í Abel og þau sýna hversu langt félagið er komið,“ sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, í dag.

„Hann er spennandi leikmaður og ég er viss um að stuðningsmennirnir, líkt og ég, hlakki til að sjá hann spila.“

Hull er með fjögur stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Bruce nær í miðjumann

West Ham United hefur samþykkt kauptilboð Hull City í senegalska miðjumanninn Mohamed Diamé.

Tottenham fór áfram en Hull er úr leik í Evrópudeildinni

Ensku liðin náði fimmtíu prósent árangri í kvöld í umspilum sínum um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tottenham vann öruggan sigur og komst áfram en Hull City tapaði á færri mörkum skoruðum á útivelli.

Boyd til Burnley

Burnley hefur fest kaup á skoska kantmanninum George Boyd frá Hull City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×