MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 16:00

FIFA setur Niersbach í eins árs bann

SPORT

Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst

 
Formúla 1
20:15 24. FEBRÚAR 2016
Nico Hulkenberg í Force India bílnum.
Nico Hulkenberg í Force India bílnum. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Þriðji æfingadagurinn fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Hulkenberg var fljótastur á Force India bílnum. Carlos Sainz fór lengst í Toro Rosso bílnum.

Kimi Raikkonen varði nánast öllum morgninum í bílskúrnum. Eldsneytiskerfið var bilað í Ferrari bílnum. Finnanum tókst samt að verða þriðji hraðasti maður dagsins og aka 77 hringi.

Heimsmeistararnir í Mercedes skiptu deginum á milli sinna ökumanna. Nico Rosberg og Lewis Hamilton skiptu deginum á milli sín til að minnka álagið á þeim. Rosberg ók 74 hringi og Hamilton ók 87 hringi.

Smávægilegur eldur kom upp í McLaren bíl Jenson Button. Glussaleki olli eldinum, sem tafði Button aðeins við æfingar í morgun.

Rio Haryanto ók Manor bílnum 77 hringi og var tæpum sjö sekúndum hægari en Hulkenberg.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst
Fara efst