Sport

Hulda í öðru sæti í Gautaborg í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hulda Þorsteinsdóttir.
Hulda Þorsteinsdóttir. MYND/FRÍ/GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON
ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir varð í öðru sæti í stangarstökki á VU Spelen sem fór fram á á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í kvöld.

Hulda stökk 4,26 metra en hún setti nýtt persónulegt met með því að stökkva 4,30 metra á á Innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöll á mánudagskvöldið.

Mótið í Gautaborg er fjölmennasta opna frjálsíþróttamót sem haldið er á Norðurlöndum ár hvert og margir tugir Íslendinga að keppa á mótinu um helgina.  Alls eru keppendur 3500 frá 20 löndum.

Hulda flaug hátt yfir 4,26 metra en tókst ekki að fara yfir 4.35m enda að reyna sig á stífari og lengri stöngum en hún er vön. Hún varð í öðru sæti af nítján keppendum en þarna var hún að keppa á móti bestu stangarstökkvurum Svía, Norðmanna og Finna.

Á sunnudaginn keppir Hulda aftur í boðshluta stangarstökks kvenna.

Hulda er þriðji besti stangarstökkvari kvenna á Íslandi frá upphafi en aðeins Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir hafa farið hærra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×