Innlent

Hulda Elsa tekur við af Jóni H.B.

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hulda Elsa Björgvinsdóttir mun taka tímabundið við stöðu yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni
Hulda Elsa Björgvinsdóttir mun taka tímabundið við stöðu yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni
Hulda Elsa Björgvinsdóttir mun taka tímabundið við stöðu Jóns H.B. Snorrasonar sem yfirmaður ákærusviðs í kjölfar ráðningar hans hjá ríkissaksóknara. Þá mun Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur, fara með ákæruvaldið fyrir hönd lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem Vísir hefur undir höndum.

Jón H.B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mun láta af störfum hjá lögreglunni og hefja störf sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara eftir verslunarmannahelgina í ágúst. Vísir greindi frá ráðningu hans í dag.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sem verið hefur staðgengill Jóns hjá lögreglunni, mun því taka yfir stjórnun á ákærusviðinu tímabundið. Þá verður Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðallögfræðingi falið ákæruvald.

Í tölvupósti Sigríðar Bjarkar til starfsmannanna kemur enn fremur fram að við setningu sakamálalaga sé ekki lengur heimild í lögum fyrir stöðum saksóknara við önnur embætti en embætti ríkissaksóknara og embættis sérstaks saksóknara.


Tengdar fréttir

Jón H. B. Snorrason til ríkissaksóknara

Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðarlögreglustjóri, mun hefja störf sem saksóknari hjá ríkissaksóknara eftir verslunarmannahelgina í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×