Lífið

Hugsjónir skör ofar græðginni

Kári hefur farið mikinn á Snæfellsnesi og Frystiklefinn verið mikill hvalreki fyrir svæðið allt.
Kári hefur farið mikinn á Snæfellsnesi og Frystiklefinn verið mikill hvalreki fyrir svæðið allt. Vísir/Kári Viðarsson
„Mig langar að auka þátttöku í menningu og listum, þetta er mín leið til að auka aðgengið fyrir alla,“ segir Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans á Rifi. Hann hefur farið nýstárlegar leiðir í að rukka inn á sýningarnar en aðgangseyrir er valfrjáls.

„Fólk ræður alveg hvernig það hefur þetta, sumir greiða fyrir sýningu, aðrir eftir hana og aðrir sleppa því,“ segir Kári.

Kári segir þetta frelsi sérstaklega vinsælt hjá ferðamönnum. „Þeim finnst Íslendingar stundum standa í að ræna þá, svo þetta hefur farið vel ofan í erlendu gestina okkar.“

Kári er mikill hugsjónarmaður eins og sést hvað best á þessu útspili. Hann á og rekur

Frystiklefann á Rifi, sem hefur það að meginmarkmiði að gegna hlutverki menningarmiðstöðvar og listamannaseturs. Hafa vinsældir þessa óvenjulega menningarseturs á Snæfellsnesi vakið stormandi lukku meðal list-og menningarunandi og láta gestir fjarlægðina frá höfuðborgarsvæðinu ekki trufla sig.

Á dögunum var tilkynnt að Frystiklefinn væri eitt þriggja verkefna sem keppir um Eyrarrósina 2015, en hún er viðurkenning á vegum Byggðastofnunar ætluð framúrskarandi menningarverkefnum.




Tengdar fréttir

Slegist um Eyrarrósina

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar hafa litið dagsins ljós. Listasafn Árnesinga, Sköpunarmiðstöð Stöðvarfjarðar og Frystiklefinn Rifi keppast um að hreppa hnossið í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×