Erlent

Hugsanlega líf á halastjörnunni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ummerki eru um að hugsanlega hafi verið líf á halastjörnunni.
Ummerki eru um að hugsanlega hafi verið líf á halastjörnunni. nordicphotos/afp
Stjarneðlisfræðingar segja að gögn sem geimfarið Rosetta hefur safnað á halastjörnunni 67P bendi til þess að örverur haldi sig á steininum. Með öðrum orðum gæti verið líf á halastjörnunni.

Ryk og grjótmyndun á halastjörnunni inniheldur efni sem benda til þess að lífverur hafi haldið sig undir ísi lögðu yfirborði loftsteinsins.

Hvorki Rosetta né lendingarfarið Philae eru nægilega vel útbúin til að leita ítarlega eftir ummerkjum um líf en þegar verkefnið hófst þótti ekki tilefni til þess og mörgum þótti beinlínis hlægilegt að reyna að leita lífs á halastjörnunni.

Stjarneðlisfræðingurinn Chandra Wickramasinghe sagði í samtali við The Guardian að fólk ætti ekki að útiloka líf í geimnum. „Fyrir fimm hundruð árum var erfitt að fá fólk til að viðurkenna að jörðin væri ekki miðja alheimsins. Eftir þá byltingu höfum við ávallt verið afar sjálfhverf hvað varðar líf í heiminum,“ sagði hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×