Innlent

Hugsanlega hefur öryggisól brugðist

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Fjölmiðlar halda áfram að fjalla um málið.
Fjölmiðlar halda áfram að fjalla um málið.
Miklar líkur benda til þess að öryggisól hafi brugðist þegar Andri Freyr Sveinsson lést í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Terra Mítica þann 7. júlí síðastliðinn.

Þetta hefur fréttavefur Europa Press eftir heimildum frá lögregluyfirvöldum í Valencia sýslu sem rannsakar nú málið. Ennfremur er verið að kanna hvort hraðinn á tækinu hafi verið of mikill þegar slysið átti sér stað.

Tækið, sem kallast Inferno, var sett upp í skemmtigarðinum árið 2007, að sögn Joaquin Valera, framkvæmdastjóra garðsins. Það er framleitt hjá þýska fyrirtækinu Intamin. Það þarf að fara í gegnum árlega skoðum auk þess sem tæknimenn garðsins fara yfir tækin daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×