Lífið

Hugleikur æfir í óðagoti

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hugleikur hefur greinilega íhugað margar leiðir til þess að ná fyrstur í mark á morgun.
Hugleikur hefur greinilega íhugað margar leiðir til þess að ná fyrstur í mark á morgun. Vísir/Stefán/Hugleikur
Þegar kemur að því að undirbúa hlaupa langar vegalengdir eru undirbúningsaðferðir jafn mismunandi og tala þeirra sem hlaupa. Hugleikur Dagsson, grínari og myndlistarmaður er einn þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun en hann safnar fyrir Frú Ragnheiður skaðaminnkun.

Í júní birti hann á Facebook töflu sem hann hafði hanna þar sem hann ætlaði augljóslega að fylla út vikulega fram að maraþoninu. Þar átti að finna upplýsingar um kílóþyngd og nýjar lífsreglur sem hann myndi taka upp í ferlinu í að verða kynlífsguð. Svo virðist vera að um miðjan júlí hafi hann hætt að fylla út töfluna en þá hafði hann þegar breytt reglu frá annarri viku þar sem stóð; „hætta að drekka á vikudögum“.

En ef hann missti niður taktinn í sumar er hann svo sannarlega að ná honum aftur upp þessa vikuna.

Hugleikur hefur verið metnaðarfullur í þessari viku.Vísir/Hugleikur
Æft í óðagoti

Síðasta mánudag, þegar fimm dagar voru í hlaupið, birti hann nýja töflu. Yfirskriftin er sú sama eða „operation sex god“ nema nú með nýrri undirskrift; „panic round“.

Nú einbeitir Hugleikur sér að því hreyfingu, næringu og hvað verður fyrir valin þegar kemur að því að hvíla sig og horfa á sjónvarpið. Þar kemur fram að Hugleikur hefur verið að hlaupa um 7 kílómetra á dag, stunda sjósund og hjóla á hverjum degi út vikuna.

Hvað næringu varðar hefur hann aðallega verið að háma í sig kjúkling og hnetusmjör. Hvað sjónvarpsgláp varðar hefur valið aðallega staðið á milli ofurhetjumynda, hryllingsmynda eða vísindaskáldskap.

Enn sem komið er hefur Hugleikur náð að safna rúmum 20 þúsund krónum fyrir Frú Ragnheiði en hægt er að heita á hann hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×