Lífið samstarf

Húðin ljómar og fínar línur hverfa

Helga Lind Björgvinsdóttir er einkaþjálfari og Power pilates kennari í Sporthúsinu. Hún hefur notað Amino Marine Collagen duftið og andlitsserumið Be Kind Age Rewind frá Feel Iceland með góðum árangri.  mynd/ernir
Helga Lind Björgvinsdóttir er einkaþjálfari og Power pilates kennari í Sporthúsinu. Hún hefur notað Amino Marine Collagen duftið og andlitsserumið Be Kind Age Rewind frá Feel Iceland með góðum árangri. mynd/ernir
KYNNING: Helga Lind Björgvinsdóttir, einkaþjálfari og Power pilates kennari í Sporthúsinu, hefur notað Amino Marine Collagen duftið og andlitsserumið Be Kind Age Rewind frá Feel Iceland með góðum árangri. Verkir í liðum hafa minnkað mikið og húðin ljómar.

Joint Rewind Joint Ther­apy
„Ég fann mikinn mun á húðinni strax á fyrsta degi. Húðin glóði hreinlega, var öll ferskari og mýkri og mér fannst fínar línur hafa minnkað. Ég ber serumið á mig á kvöldin á hreina húð og hef notað það í nokkra daga. Með þessu áframhaldi verð ég orðin eins og fermingarstúlka í vor,“ segir Helga Lind hlæjandi.

Verkir í liðum nánast horfið


Helga starfar sem einkaþjálfari hjá Sporthúsinu þar sem hún kennir einnig opna tíma og Power pilates. Vegna liðverkja hefur hún tekið inn Amino Marine Collagen frá Ankra með góðum árangri.

„Ég hef notað duftið undanfarinn mánuð og finnst þetta hrein undra­vara. Ég hef glímt við vandamál í hnjám og liðum, sem var farið að trufla mig í starfi mínu sem þjálfari. Ég fann fyrir verkjum en þeir hafa nánast horfið eftir að ég fór að taka kollagenið daglega. Ég set kollagenið út í rauðrófusafa á morgnana og skelli í mig beint á fastandi maga áður en ég fæ mér hafragrautinn,“ segir Helga.

Amino Marine Collagen
 „Auðvitað þarf alltaf að hugsa vel um heilsuna og hvað maður lætur ofan í sig en sérstaklega ef lífsstíllinn er krefjandi líkam­lega. Þá hefur kollagenið einnig haft áhrif á hár og neglur. Hárgreiðslukonan mín hafði orð á því við mig að það væri mikill munur á hárinu á mér.“

Fæðubótarefni og húðvörur sem vinna saman

Fyrirtækið Ankra er með nýja nálgun að heilsu og útliti í vörulínunni Feel Iceland en fyrirtækið þróar fæðubótarefni og húðvörur sem vinna saman að bættu útliti og líðan. Vörurnar eru unnar úr íslensku fiskroði og hafa vakið athygli út fyrir landsteinana.

„Við höfum fengið frábærar reynslusögur frá því við settum fyrstu vöruna á markað fyrir einu og hálfu ári,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnenda og framkvæmdastjóri Ankra, en fyrirtækið þróar og markaðssetur fæðubótarefni og húðvörur úr hágæða kollageni, unnu úr íslensku fiskroði.

Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Ankra og framkvæmdastjóri, segir Ankra stefna á útrás.Mynd/anton brink
Vörumerki Ankra ber heitið Feel Iceland og eru í dag komnar fjórar vörur á markað frá fyrirtækinu og nú nýjast Joint Rewind Joint Therapy bætiefni fyrir liði.

Ace Rewind Skin Ther­apy
Kollagen er ekki bara kollagen

„Það er ekki allt kollagen eins en oftast er kollagen unnið úr svínum, nautum eða kjúklingum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að upptaka líkamans á kollageni sem er unnið úr sjávarafurðum sé hraðari en á kollageni unnu úr öðrum dýraafurðum.

Það sem skiptir mjög miklu máli í framleiðslu kollagens er stærð mólekúla. Því stærri sem mólekúlin eru því erfiðara á líkaminn með að nýta sér efnið. Feel Iceland kollagenið er með einstaklega smá mólekúl sem stuðlar að betri upptöku í líkamanum,“ útskýrir Hrönn.

Hreinar vörur án aukaefna

„Það skiptir okkur miklu máli að bjóða aðeins upp á hágæða hráefni og við notum engin aukefni í vörurnar okkar. Age Rewind Skin Ther­apy hylkin eru sérstaklega þróuð fyrir húðina og er tilvalið að nota Be Kind Age Rewind andlitsserumið með þeirri vöru. 

Amino Marine Collagen duftið er frábært út í þeytinga, drykki og heimagerð orkustykki. Síðast en ekki síst eru það Joint Rewind hylkin sem eru kjörin fyrir fólk sem þjáist af liðverkjum.“

Be Kind Age Rewind
Danskir húðlæknar hrifnir

Feel Icleand vörurnar hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Vörurnar eru meðal annars komnar í sölu á danskri húðlæknastöð og lífsstílssblogg leikkonunnar Gwyn­eth Paltrow bað um sýnishorn af vörunum.

„Við höfum fengið fyrirspurnir frá flottum aðilum erlendis, meðal annars síðunni Goop.com sem haldið er úti af Gwyneth Paltrow. Þá hefur verið fjallað um vörurnar í erlendum tímaritum, bloggum og á Instagram.

Danskir húðlæknar prófuðu vörurnar okkar og urðu það hrifnir að þeir ákváðu að taka þær í sölu hjá sér á húðlæknastöð í Danmörku. Okkur fannst það mikill gæðastimpill á Feel Iceland vörurnar. Framundan er svo frekari útrás hjá okkur,“ segir Hrönn.

Vörur Ankra eru til sölu í öllum helstu apótekum og heilsuvöruverslunum. Andlitserumið er selt í Gló, Systraseli, Fríhöfninni og á vefsíðu Ankra, feeliceland.com.

Sítrónu-kókos kollagen bitar

5 msk Amino Marine Collagen duft

¾ bolli kókossmjör

1,5 msk hunang

2 msk kókosolía

1/8 tsk vanilluduft

Sítrónubörkur af einni sítrónu

Sjávarsalt

Aðferð: Blandið vel saman kollagen dufti og kókossmjöri. Kókossmjörið á að vera nógu mjúkt svo hægt sé að hræra í því. Setjið í heitt vatnsbað til að mýkja ef þarf. Næst blandast hunang og kókosolía og síðast vanilluduft, rifinn börkur af sítrónu og örlítið af sjávarsalti. Hægt er að blanda þessu saman með sleif eða nota hrærivél.

Setjið bökunarpappír í ferkantað form og þrýstið blöndunni ofan í formið og kælið í ísskáp.

Best er að geyma bitana inn í ísskáp í loftþéttu boxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×