Viðskipti erlent

HSBC flytur þúsund störf til Parísar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í kjölfar niðurstöðu Brexit kosninganna mun bankinn flytja fjölda starfa frá Bretlandi.
Í kjölfar niðurstöðu Brexit kosninganna mun bankinn flytja fjölda starfa frá Bretlandi. Vísir/EPA
Bankinn HSBC ætlar að flytja allt að þúsund störf frá Bretlandi til Parísar í kjölfar niðurstöðu kosninganna á fimmtudaginn þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. 

Bankinn, sem er einn sá stærsti í heimi, mun flytja störfin ef kemur að útgöngunni. Störfin bætast þá við þau 10 þúsund sem nú þegar eru í París.

Möguleiki er á að Bretland yfirgefi Evrópusambandið en tilheyri áfram evrópska efnahagssvæðinu. Um 48 þúsund manns starfa hjá HSBC í Bretlandi og 260 þúsund út um allan heim.

Heimildir herma að fjöldi annarra fjármálafyrirtækja, meðal annars Morgan Stanley, BNP Paribas og JP Morgan, íhugi einnig að minnka umsvif sín í Bretlandi, í ljósi niðurstöðu kosninganna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×