Erlent

Hryllileg upplifun í flugi

Finnur Thorlacius skrifar
Rétt er að geta þess að þetta myndskeið er ekki fyrir flughrædda. Í þessu flugi American Airlines upplifðu farþegar skelfilega ókyrrð í vetraróveðri fyrir utan ströndu Japans á leið sinni frá Seoul til Dallas.

Svo mikill var hristingurinn í vélinni að 10 farþegar slösuðust sem og fjórir úr áhöfn vélarinnar. Einn farþega var þó ekki hræddari en svo að hann náði myndskeiði af hryllingnum.

Í því sést hve vélarbúkurinn sveiflast mikið til og hversu hræddir farþegarnir eru. Þar heyrist einnig hvernig fólk kveður sínan nánustu og segir frá því hve mikið það elskar fjölskyldu sína. Einnig heyrist vel brak og brestir í sætum vélarinnar sem og í allri innréttingunni.

Flugmenn vélarinnar lentu vélinni í Tókýó svo hægt væri að gera að sárum hinna slösuðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×