Erlent

Hryðjuverkaógn í Noregi

Vopnaður lögregluþjónn fyrir utan aðallestarstöðina í Osló.
Vopnaður lögregluþjónn fyrir utan aðallestarstöðina í Osló. Nordicphotos/AFP
Norska leyniþjónustan telur miklar líkur, á bilinu sextíu til níutíu prósent, að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu á næsta ári. Frá þessu greinir Dagbladet í dag en yfirmaður leyniþjónustunnar mun hafa kynnt þetta mat í norsku ríkisstjórninni á dögunum.

Haft er eftir forstjóranum, Martin Berntsen að líkurnar séu meiri en minni á einhverskonar árás. Til öryggis hefur verið ákveðið að frá deginum í dag skuli allir lögreglumenn í landinu ganga með skotvopn um mánaðartíma hið minnsta.

Hryðjuverkahættan er metin svo alvarleg að ekki sé verjandi að halda sig við eldri vinnureglur, sem ganga út á að lögreglan vopnist, þegar hætta er talin steðja að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×