MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 23:36

Pyntingar og ill međferđ stađfest í Tyrklandi

FRÉTTIR

Hryđjuverkaógn á EM í handbolta

 
Handbolti
10:30 17. JANÚAR 2016
Hryđjuverkaógn á EM í handbolta
VÍSIR/VALLI

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.

Þýska blaðið Bild segir frá því að mótshaldarar hafa fjölgað fólki í öryggisgæslu og í netfrétt blaðsins kemur fram að hvert lið í C-riðli hefur sérstakan lögreglumann með í för hvert sem liðið fer.

Leitað hefur verið á fólki í öllum íþróttahúsunum og þar er sérstaklega skimað eftir sprengjum eða efnum þeim tengdum. Þá er mikill öryggisgæsla í kringum hótel þýska liðsins í Wroclaw.

„Við höfum fjölgað í öryggissveitum og allir sem koma í íþróttahöllina þurfa að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun," sagði Marcin Herra, yfirmaður skipulagsnefndar Evrópumótsins.

Pólskur lögreglumaður sagði Bild einnig frá því að auka allra lögreglumanna að störfum í tengslum við mótið þá eru einnig sérsveitarmenn á ferðinni en það eru lögreglumenn sem sérhæfa sig í baráttunni við hryðjuverk.

Lögreglumennirnir í Póllandi fengu góða æfingu fyrir tæpum fjórum þegar Pólland hélt Evrópumótið í fótbolta með Úkraínu árið 2012 og hafa því mikla reynslu á því að halda mót sem þetta.

Íslenska landsliðið spilar sína leiki í Katowice og leikur við Hvíta-Rússland í fyrri leik B-riðilsins í dag. Leikur Íslands og Hvít-Rússa hefst klukkan 15.00.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Hryđjuverkaógn á EM í handbolta
Fara efst