Lífið

Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Myndin hefur unnið til ýmissa verðlauna.
Myndin hefur unnið til ýmissa verðlauna.
Kvikmyndin Hross í oss vann í dag kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi verðlaun. Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Frumleg mynd

Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson, leikara og leikstjóra, en þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Friðrik Þór Friðriksson framleiddi myndina.

Í rökstuðningi fyrir valinu segir að myndin sé sérlega frumleg með rætur í kjarnyrtum húmor Íslendingasagnanna. „Leikstjórinn hefur djúpan skilning á frumkröftum hrossa og manna,“ segir í rökstuðningnum.



Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík.
Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2005 en þau voru fyrst veitt, í tilraunaskyni, árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs. Verðlaunaafhendingin fór fram í Stokkhólmi í kvöld.

Aðrir geta lært af Reykjavík

Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem einnig voru afhent í kvöld. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna, jafnvirði 7,3 milljóna íslenskra króna. 

Í rökstuðningi fyrir valinu segir að Reykjavíkurborg hljóti verðlaunin fyrir víðtækt og markvisst starf sveitarfélagsins að umhverfismálum og að borgin hafi gert ýmislegt sem getur orðið öðrum innblástur.

Bent er á að 87 prósent ökutækja borgarinnar gangi fyrir rafmagni eða gasi. „Við vitum ekki af neinum sveitarfélögum sem hafa nálægt því eins umhverfisvænan bílaflota,“ segir í rökstuðningnum.


Tengdar fréttir

Sigurganga Hross í ss heldur áfram

Íslenska kvikmyndin Hross í oss vann til verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Amiens sem haldin er í Frakklandi

Hross í oss verði kvikmynd ársins

Ásgrímur Sverrisson birti í dag spádóm sinn fyrir úrslit Eddunnar á kvikmyndavefnum Klapptré sem hann ritstýrir. Ásgrímur er meðal stofnenda Eddunnar og talinn vera einn helsti kvikmyndasérfræðingur landsins.

Hross í oss heltist úr lestinni

Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson er ekki á meðal þeirra níu kvikmynda sem eiga núna möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

Hross í Oss heldur áfram að slá í gegn erlendis

Benedikt Erlingsson heldur áfram að raða inn verðlaunum fyrir kvikmynd sína Hross í Oss en leikstjórinn birti í kvöld færslu á fésbókarsíðu sinni þar sem hann tilkynnir að kvikmyndin hafa fengið tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Les Arc í Frakklandi.

Hross í Oss með tvenn verðlaun í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíð í Gautaborg sem lauk í dag. Hross í Oss, eftir Benedikt Erlingsson, var í aðalkeppni hátíðarinnar ásamt Málmhaus eftir Ragnar Bragason, og hlaut hún tvenn verðlaun.

Þrenna fyrir Hross í Oss

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, hlaut þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×