Enski boltinn

Hrósar Liverpool fyrir frábæra frammistöðu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn fagna marki Divock Origi í gærkvöldi.
Liverpool-menn fagna marki Divock Origi í gærkvöldi. vísir/getty
Liverpool fór auðveldlega áfram í 16 liða úrslit enska deildabikarsins í gærkvöldi þegar liðið vann eitt af bestu liðum B-deildarinnar, Derby, 3-0, á útivelli.

Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Ragnars Klavan en Philippe Coutinho og Divock Origi bættu við sitthvoru markinu í síðari hálfleik.

Fyrrverandi enski landsliðsframherjinn Darren Bent spilar með Derby en hann segir muninn á efstu liðum úrvalsdeildarinar og efstu liðum B-deildarinnar mikinn. Þá hrósaði hann Liverpool-liðinu í hástert fyrir fagmannlega frammistöðu í gærkvöldi.

„Munurinn er svakalegur,“ segir Bent. „Liverpool-liðið er mjög gott. Leikmennirnir eru tekknískir og það er kraftur í liðinu. Það er líka ákveðinn hroki í leikmönnunum.“

„Ef þú spilar fyrir svona topplið virðast allir leikmennirnir mæta út á völlinn með einskonar hrokafullt svægi. Þeir bara vita að þeir geta ekki tapað.“

„Það sem heillaði mig mest við Liverpool er hversu mikið allir leikmennirnir leggja á sig. Þeir voru meira með boltann en þegar við loksins fengum hann voru þeir mættir til að vinna hann aftur,“ segir Darren Bent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×