Bíó og sjónvarp

Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórmyndin John Wick fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á vefsíðunni IONCINEMA

Myndin er sögð ágætis skemmtun og blóðug spennumynd og minnist gagnrýnandinn Nicholas Bell sérstaklega á klipparann Elísabetu Ronaldsdóttur sem klippti myndina.

„Eftirtektarverðari er klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir sem vinnur reglulega með Baltasari Kormáki. Hún ber ábyrgð á því að gæða tilkomumikil spennuatriði John Wick lífi,“ skrifar hann um Elísabetu en meðal annarra mynda sem hún hefur klippt eru Contraband, Djúpið, Reykjavík Rotterdam og Desember.

John Wick verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn en hún fjallar um leiðgumorðingjann John Wick sem ætlar að ná hefndum gegn ótíndum glæpamönnum þegar þeir svipta hann því sem honum er dýrmætast.

Keanu Reeves leikur aðalhlutverkið í myndinni en í öðrum hlutverkum eru Michael Nyqvist, Willem Dafoe og Alfie Allen.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×