Enski boltinn

Hringdi á lögregluna því Balotelli ógnaði dóttur hennar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli er ekki vinsælasti maðurinn í Liverpool.
Mario Balotelli er ekki vinsælasti maðurinn í Liverpool. vísir/getty
Lögreglan í Manchester rannsakar nú áskökun konu í garð Mario Balotelli, framherja Liverpool, sem hún segir hafa ógnað dóttur sinni.

Fram kemur á vef BBC að lögreglan í Manchester hafi verið kölluð til klukkan fimm mínútur yfir þrjú að staðartíma í gær, en símtalið kom frá konu sem býr í Wythenshawe-hverfinu í Manchester.

Talið er að konan haldi því fram að hinn 24 ára gamli Balotelli hafi hótað dóttur sinni sem var að taka myndir af rauðum sportbíl hans. Bílnum var lagt á gangstéttinni.

„Við fengum tilkynningu um ógnandi framkomu sem við erum nú að skoða,“ sagði talsmaður lögreglunar við BBC, en lögreglan mun nú taka skýrslu af þeim sem komu að málinu.

Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk í raðir Liverpool, en á miðvikudagskvöldið gerði hann allt vitlaust þegar hann reyndi að skipta um treyju við Portúgalann Pepe í 3-0 tapi liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×