Lífið

Hrifsaði „grænmetisgufara“ úr höndum lítils barns

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eins og að stela sælgæti frá litlu barni?
Eins og að stela sælgæti frá litlu barni?

Líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag þá virðist verslunardagurinn Black Friday, eða svartafasta eins og sumir vilja kalla daginn, oftar en ekki draga fram það allra versta í fólki. Fólk rífst og slæst allt til þess að standa uppi með bestu bitana að lokum.

Fjöldi myndbanda af hamagangi dagsins hafa ratað á vefinn sem sýna glöggt örtröðina sem skapast. Kona ein sem fest var á filmu vestan hafs þykir þó bera af öðrum þegar kemur að yfirgangi og frekju.

Myndbandið er tekið upp í verslun í borginni Saginaw í Michigan-ríki en það sýnir konu hrifsa „grænmetisgufara“ úr höndunum á litlu barni áður en hún kallar á öryggisverði þegar móðir barnsins skerst í leikinn.

Það má fylgja sögunni að móðir barnsins var með tvær slíkar græjur í lúkunum og spurning hvort hún hafi eitthvað að gera með eina til viðbótar. Það breytir því hins vegar ekki að svona hegðun þykir ekki til fyrirmyndar.

Upptökuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×