Lífið

Hrekkti strákinn sinn með Teslunni sinni: "Pabbi á eftir að drepa mig“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
"Pabbi á eftir að drepa mig“
"Pabbi á eftir að drepa mig“ Mynd/Skjáskot
Tesla-rafbílarnir eru að mörgu leyti einstakir bílar. Einn þeirra eiginleika sem þeir eru búnir nefnist Summon sem gerir eigendum bílanna kleyft að láta þá keyra af sjálfsdáðum í og úr bílastæðum. Einn uppátækjasamur eigandi Teslu ákvað að hrekkja son sinn aðeins með hjálp þessa eiginleika.

Strákurinn situr í bílnum, áhyggjulaus, þegar hann fer skyndilega af hreyfast. Líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi verður strákurinn ansi skelkaður þegar bílinn færist hægt og rólega úr bílastæðinu án þess að einhver sé við stýrið. Hann kallar á pabba sinn án árangur og reynir m.a. að tala við bílinn til þess að fá hann til að stoppa.

Rétt áður en að pabbinn mætir á svæðið og útskýrir hrekkinn segir strákurinn: „Pabbi á eftir að drepa mig.“ Það er spurning hvort að drengurinn verði hræddur við rafbíla það sem eftir er?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×