Innlent

Hrekkti Sjálfstæðismenn: Tók frá borð Sjálfstæðisflokksins fyrir Pírata

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Frátekið fyrir Pírata(30%),“ stóð á miðanum sem Róbert setti á borðið.
„Frátekið fyrir Pírata(30%),“ stóð á miðanum sem Róbert setti á borðið. vísir/gva


Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hrekkti félaga sína í Sjálfstæðisflokknum á dögunum, eftir að Píratar mældust stærsti flokkur landsins. Brá hann á það ráð að taka frá stórt borð í mötuneyti Alþingis, sem sjálfstæðismenn sitja jafnan við, fyrir Pírata.

„Frátekið fyrir Pírata(30%),“ stóð á miðanum sem hann setti á borðið, samkvæmt Nútímanum. Þar segir jafnframt að nokkrir þingmenn hafi skemmt sé við að hlæja að sjálfstæðismönnunum velja sér sæti á litlu borði við hlið stóra borðsins, sem hafi verið autt nánast allt hádegið.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var á meðal þeirra sem þurftu frá að hverfa. Í samtali við Vísi segir hann alla hafa tekið vel í glensið, enda ekki annað hægt. Þó sé það ekki óvanalegt að borðið sé tekið frá fyrir aðra.

Þá segir Róbert jafnframt alla hafa tekið vel í grínið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×