Erlent

Hrekkjalómur gerði símaat í forsætisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron batt fljótt enda á símtalið eftir að honum varð ljóst að um símaat væri að ræða.
David Cameron batt fljótt enda á símtalið eftir að honum varð ljóst að um símaat væri að ræða. Vísir/AP
Bresk yfirvöld fara nú yfir verklag varðandi öryggismál eftir að maður gerði símaat og komst í samband við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á sunnudagskvöldið.

Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir manninn hafa þóst vera Robert Hannigan, yfirmann upplýsingaskrifstofu breska hersins (GCHQ).

Cameron batt enda á símtalið eftir að honum varð ljóst að um símaat væri að ræða og að sögn gaf hann ekki upp neinar trúnaðarupplýsingar.

Að sögn upplýsingaskrifstofunnar er nú einnig rannsakað hvernig starfsmaður GCHQ hafi verið gabbaður til að gefa upp raunverulegt farsímanúmer Hannigan í fyrra símaati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×