Innlent

Hreinsun bíður á meðan rætt er við fyrri eiganda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ekki kemst hreyfing á hlutina í Fýlshólum 6 fyrr en í fyrsta lagi í ágúst.
Ekki kemst hreyfing á hlutina í Fýlshólum 6 fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Fréttablaðið/Stefán
Útlit er fyrir að eignarhald á Fýlshólum 6 skýrist í ágúst. Þetta segir Birgir Birgisson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Hildu, sem leysti til sín húsið í vor.

Ekkert þak hefur verið á Fýlshólum 6 um langt skeið eftir að fyrrverandi eigandi hætti endurbótum sem byrjað hafði verið á. Ástand hússins hefur vakið allnokkra gremju íbúanna í götunni.

Sjá einnig: Þaklaust hús ergir íbúa í Fýlshólum.

Birgir Birgisson staðfestir það sem haft var eftir Kristjáni S. Sverrissyni, fyrrverandi eiganda hússins, í Fréttablaðinu í gær, að viðræður hafi verið í gangi milli þeirra um að hann leysi húsið til sín aftur.

Birgir útskýrir að vegna viðræðnanna og þar sem ekki hafi verið gefið út nauðungarsöluafsal vegna eigendaskiptanna hafi Hilda ekki sett húsið á sölu.

„Annaðhvort klárast viðræðurnar og fyrri eigandi yfirtekur húsið núna á fyrstu vikunum í ágúst eða eignin fer í sölumeðferð. Þá hreinsum við þarna út,“ segir Birgir. Hann vísar þar til mynda sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær og sýna meðal annars talsvert af uppsöfnuðum úrgangi vegna múrbrots í húsinu.


Tengdar fréttir

Þaklaust hús ergir íbúa í Fýlshólum

Íbúi í Fýlshólum segir hús sem staðið hefur yfirgefið og þaklaust um árabil skapa stórhættu fyrir börn. Hvorki lögregla né borgaryfirvöld hafi brugðist við ábendingum. Sá sem hóf framkvæmdirnar kveðst vera að reyna að kaupa húsi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×