Innlent

Hreinsun á götum og stígum borgarinnar gengur hægar en síðustu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Forsópun tefst í Hliðunum, Lauganeshverfi og Bökkunum og Hólunum í Breiðholti frá því sem áætlað hafði verið.
Forsópun tefst í Hliðunum, Lauganeshverfi og Bökkunum og Hólunum í Breiðholti frá því sem áætlað hafði verið. Mynd/Reykjavíkurborg
Vinna við hreinsun gatna og gönguleiða í Reykjaví gengur hægar en undanfarin ár.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ástæður þessa séu vegna gríðarlegs sandmagns á stéttum og stígum sem dreift var á gönguleiðir til hálkuvarna í vetur.

„Starfsmenn verktaka hafa því orðið að vinna lengri vinnudaga en áætlað var. Forsópun (fyrri umferð) tefst í Hliðunum, Lauganeshverfi og Bökkunum og Hólunum í Breiðholti frá því sem áætlað hafði verið. Í miðborginni gekk einnig hægar þar sem bílum var lagt jafnóðum í stæði þó búið væri að setja upp skilti við götur.“

Þrátt fyrir tafirnar þá á verkinu í heild ekki að seinka og á hreinsun gatna og stíga í borginni að vera lokið fyrir 13. júní.

Nánari upplýsingar s.s. uppfærð tímaáætlun hreinsunar eru á vef Reykjavíkurborgar.

Verkstaða hreinsunar gatna í dag.Mynd/Reykjavíkurborg
Verkstaða hreinsunar stíga í dag.Mynd/Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×