Enski boltinn

Hreinsanir hjá Man Utd: Schweinsteiger líklega á förum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schweinsteiger fann sig ekki hjá Man Utd á síðasta tímabili.
Schweinsteiger fann sig ekki hjá Man Utd á síðasta tímabili. vísir/getty
Flest bendir til þess að Bastian Schweinsteiger, fyrirliði þýska landsliðsins, sé á förum frá Manchester United.

Samkvæmt heimildum Daily Mail tjáði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, Schweinsteiger og átta öðrum leikmönnum liðsins að þeir væru ekki inni í áætlunum hans og þeir gætu því fundið sér ný lið.

Schweinsteiger æfði ekki með aðalliði United í gær eins og hinir átta sem eru líklega á förum frá félaginu. Annað hvort verða þeir seldir eða lánaðir.

Hinir átta leikmennirnir eru allir í yngri kantinum og komu mismikið við sögu hjá United á síðasta tímabili.

Þetta eru þeir Tim Fosu-Mensah, Paddy McNair, Tyler Blackett, Cameron Borthwick-Jackson, Andreas Pereira, Adnan Januzaj, Will Keane og James Wilson.


Tengdar fréttir

Manchester-slagnum í Peking aflýst

Ekkert verður af fyrstu viðureign Mourinho og Guardiola með Manchester-liðin United og City sem áttu að mætast í hádeginu í dag.

Mourinho: Við stefnum beint á titilinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé ekki markmið hans að koma liðinu í efstu fjögur sætin á sínum tímabili, það sé einfaldlega ekki nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×