Enski boltinn

Hreinsanir framundan hjá Tottenham | Paulinho farinn til Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekkert hefur gengið hjá Paulinho í ensku úrvalsdeildinni.
Ekkert hefur gengið hjá Paulinho í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Samkvæmt frétt Telegraph er brasilíski miðjumaðurinn Paulinho á leið frá Tottenham Hotspur til Guangzhou Evergrande í Kína.

Tottenham á að hafa samþykkt 10 milljóna punda tilboð kínverska liðsins í Paulinho sem kom til Tottenham fyrir um tveimur árum.

Paulinho sló í gegn í Álfukeppninni í Brasilíu 2013 en hefur engan veginn fundið sig hjá Tottenham og var aðeins þrisvar sinnum í byrjunarliði Spurs í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hjá Guangzhou Evergrande hittir Paulinho fyrir Luis Felipe Scolari en hann lék undir hans stjórn hjá brasilíska landsliðinu.

Samkvæmt fréttinni verða miklar hreinsanir hjá Tottenham í sumar en Paulinho er einn níu aðalliðsmanna sem Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri liðsins, vill selja.

Auk Paulinhos munu Roberto Soldado, Vlad Chiriches, Etienne Capoue, Benjamin Stambouli, Younes Kaboul, Emmanuel Adebayor, Lewis Holtby og Aaron Lennon væntanlega yfirgefa félagið.

Frétt uppfærð 14:45:

Gengið hefur verið frá félagaskiptum Paulinho til Guangzhou Evergrande. Þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×