Viðskipti innlent

Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka.
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. vísir/gva
Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.

Þar kemur fram að Hreiðar sé sakaður um að hafa grætt rúmlega 300 milljónir á viðskiptum með hlutafé í Kaupþingi árið 2008 en málið nú hangir saman við umfangsmikið markaðsmisnotkunarmál Kaupþings en Hreiðar hlaut dóm í því máli í héraði í fyrra. Það mál er nú til meðferðar fyrir Hæstarétti og er búist við dómi í því á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar verður innherjasvikaákæran látin niður falla.

Hreiðar á að hafa búið yfir upplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi í raun gefið ranga mynd af verðmæti bréfanna vegna markaðsmisnotkunar bankans með bréf í sjálfum sér. Samkvæmt dómi héraðsdóms í fyrra tók Hreiðar Már þátt í þeirri markaðsmisnotkun. Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars vegna viðskipta hans með bréf í Kaupþingi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×