Innlent

Hrefnukvótanum ekki breytt

Freyr Bjarnason skrifar
Hrefnuveiðar mega standa yfir í sex mánuði og lýkur þeim í lok október.
Hrefnuveiðar mega standa yfir í sex mánuði og lýkur þeim í lok október. Mynd/Hrefna.is
Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að ekki hafi komið til tals að breyta hrefnukvótanum á Íslandi.

Aðeins 22 hrefnur höfðu veiðst um síðustu mánaðamót en 36 á sama tíma í fyrra. Kvótinn er 229 hrefnur en til að anna eftirspurn þarf að landa 40 til 50 dýrum. Veiðar mega standa yfir í sex mánuði og lýkur þeim í lok október.

„Þótt hrefnuveiðar hafi gengið illa undanfarin ár bendir það ekki til að stofninn hafi minnkað að sama skapi,“ segir Gísli, aðspurður. „Mun líklegra er að orðið hafi tilfærsla eða breyting á útbreiðslu innan stofnsvæðisins vegna mikilla breytinga á útbreiðslu og/eða stofnstærð mikilvægra fæðutegunda, s.s. sandsílis og loðnu.“

Hann bætir við að hafa beri í huga að hrefnuveiðarnar og reyndar hvalaskoðunin sömuleiðis fara fram á mjög litlum hluta stofnsvæðisins, aðallega Faxaflóa. Stofnsvæðið nær yfir hafsvæðið frá austurströnd Grænlands, um Ísland og austur fyrir Jan Mayen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×