Innlent

Hrefnan í Borgarvogi aflífuð

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Aðstæður til björgunar hefðu orðið erfiðar.
Aðstæður til björgunar hefðu orðið erfiðar. mynd/guðmundur símonarson
Lögreglan í Borgarnesi hefur staðfest að hrefnan, sem strandaði í Borgarvogi við Borgarnes í morgun, hafi verið aflífuð um eittleytið í dag.

Hrefnan, sem var um sjö metrar að lengd, strandaði á áberandi stað. Hún var sjáanleg frá veginum inn í Borgarnes er keyrt er úr norðurátt, skammt fyrir neðan tjaldstæðið auk þess sem hún sást frá Snæfellsnesvegi hjá Borg á Mýrum.

Hópur fólks flykktist að í morgun til þess að berja dýrið augum og var lögreglan á staðnum til þess að gæta þess að fólk hætti sér ekki of nærri.

Samkvæmt lögreglunni mat yfirdýralæknir aðstæður og taldi æskilegast að hrefnan yrði aflífuð. Aðstæður til björgunar hefðu verið afar erfiðar og líkur eru á að hrefnan hafi verið meidd.

Hrefna er ein algengasta hvalategundin hér á landi en áætlað er að um 56 þúsund dýr séu á íslenska landgrunninu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×