Innlent

Hraunið heldur áfram að breiða úr sér

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/egill aðalsteinsson
Hraunið úr Holuhrauni breiðir nú úr sér bæði til suðausturs og norðausturs þrjá til fimm kílómetra frá gígnum en meðal hraunflæði er á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu.  Þá heldur sig öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur. Sigskálin nær nú yfir meginhluta öskjunnar og er rúmmál hennar orðið 0,6 rúmkílómetrar.  Þetta kom fram á reglulegum fundi Vísindamannaráðs almannavarna sem fram fór á Bifröst í dag.

Skjálftavirkni er jafnframt svipuð og síðustu daga en tíu skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti var 5,2 að stærð um klukkan hálf fimm í nótt. GPS mælingar sýna svipaðar hreyfingar að undanförnu en óreglulegar hreyfingar síðustu daga virðast nú ekki lengur sjáanlegar.

Búast má við gasmengun af völdum eldgossins til austurs yfir Hérað og Austfirði í dag. Í kvöld er gert ráð fyrir norðvestlægri átt og gæti mengunar þá orðið vart á sunnanverðum Austfjörðum og á Höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×