Innlent

Hraunflæði niður í Hrunagil - myndir

Egill

„Við sáum bara ljósmyndir af svæðinu en þær sýna að hraunið rennur niður í Hrunagil austan við Heljarkamb," segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna en hann segir að hraunflæðið hafi verið viðbúið og því komi fátt á óvart hvað það varðar.

Vísindamenn eru á flugi núna um svæðið til þess að meta áhrifin og hvað skal gera næst.

Víðir segir að næsta stöðumat muni fara fram klukkan fjögur. Svo munu þeir sem koma að almannavörnum á svæðinu funda klukkan fimm í dag. Þá verða teknar frekari ákvarðanir varðandi rýmingu.

Vöxtur er hlaupinn í Krossá í Þórsmörk, en hún á upptök í Mýrdalsjökli.

Þetta er rakið til eldgossins og kann áin að verða óær þegar líður á daginn. Hitinn í Krossá snarhækkaði og fór mest upp í sjö gráður. Ekki er ljóst hvort mælirinn er bilaður. Ef ekki þá er um ótrúlega hækkun hittastigs að ræða.

Öflug gufusprenging í eldstöðinni var laust upp úr klukkan sjö í morgun og þeytti upp miklum bólstra af gufu og gjósku sem fór upp í átta kílómeter hæð.

Nokkrar sprengingar hafa orðið síðan, og undanfarna klukkustund hefur virkni í jörðu farið vaxandi á ný.

Meðfylgjandi eru myndir sem tökumaðurinn Egill tók þegar hann flaug yfir Eyjafjallajökul ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í morgun. Myndskeiðið verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill
Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×