Innlent

Hrappar undir fölsku flaggi Microsoft

Gissur Sigurðsson skrifar
Microsoft varar fólk við hröppum sem þykjast vera á þeirra vegum.
Microsoft varar fólk við hröppum sem þykjast vera á þeirra vegum.
Microsoft á Íslandi varar enn við erlendum svikahröppum og þá sérstaklega við þeim, sem segjast vinna hjá Microsoft og segjast vera að hjálpa fólki til að losna við óværu úr tölvum þess.

Í skeyti frá Microsoft segir að dæmi séu um að fólk hafi látið glepjast og gefið svikurunum upp ýmsar upplýsingar, sem þeir hafi svo notað sér til að ræna peningum af bankareikningum þeirra , eða misnotað á annan hátt. Þess vegna tekur Mikrosoft á Íslandi það farm að starfsmenn þess hafi aldrei samband við fólk, nema að það óski  sjálft eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×