Erlent

Hrap EgyptAir-vélarinnar ekki rannsakað sem hryðjuverk

Atli Ísleifsson skrifar
66 manns frá samtals tólf ríkjum fórust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá París til egypsku höfuðborgarinnar Kaíró.
66 manns frá samtals tólf ríkjum fórust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá París til egypsku höfuðborgarinnar Kaíró. Vísir/AFP
Frönsk yfirvöld rannsaka hrap EgyptAir vélarinnar í lok síðasta mánaðar sem manndráp af gáleysi.

AP greinir frá því að ekki hafa fundist gögn sem styðja við að málið verði rannsakað sem hryðjuverk.

66 manns frá samtals tólf ríkjum fórust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá París til egypsku höfuðborgarinnar Kaíró.

Talsmenn egypskra yfirvalda höfðu áður hafnað því að rannsakendur hefðu fundið gögn sem bentu til að sprengja hefði sprungið um borð í vélinni.

Flugvélin, MS804, hrapaði í Miðjarðarhafi þann 19. maí síðastliðinn og er unnið að því að sækja og bjarga gögnum úr flugritum vélarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×