Sport

Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur í lauginni.
Hrafnhildur í lauginni. vísir/sund
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér bronsverðlaun í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í 50 metra laug.

Hrafnhildur var í fjórða sæti eftir fyrstu 50 metrana, en hún synti fyrstu ferðina á 33 sekúndum. Þegar keppnin var hálfnuð var hún svo í öðru sæti á 1:09,45.

Þegar þeir voru komnir 150 metra var hún í fjórða sætinu, en frábær síðasta ferð skilaði henni í þriðja sætið á tímanum 2:22,96 sem tryggir henni brons.

Hún sló Íslandsmetið í greininni, en gamla metið var 2:23,06. Sundkonan úr Hafnarfirði er því búin að tryggja sér silfur og brons á EM í sundi.

Rikke Möller Pedersen frá Danmörku kom fyrst í mark á 2:21,69 og er því Evrópumeistari, en næst kom Spánverjinn Vall Montero.

Hrafnhildur er sú yngsta sem stígur á pall á eftir, en bæði gullverðlaunahafinn og silfurverðlaunahafinn eru ári eldri en íslenska sundkonan.

Ísland er því með tvenn verðlaun í bringusundi, en nágrannar okkar í Danmörku ásamt Litháen, Bretum og Spánverjum eru einungis með eit.

Íslensku sundkonurnar okkar hafa því náð í fern verðlaun á síðustu tveimur stórmótum (EM í 50 metra laug og EM í 25 metra laug), en Eygló Ósk hreppti tvö brons á EM í 25 metra laug í janúar.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri þegar hún vann til silfurverðlaunâ á EM í sundi í London í gær, á nýju Íslandsmeti. Er hún fyrsti íslenski sundmaðurinn sem vinnur til verðlauna á EM í 50 m laug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×