Lífið

Hrafnhildur til Svíþjóðar

Ragnhildur Steinunn ásamt Hrafnhildi.
Ragnhildur Steinunn ásamt Hrafnhildi. Mynd/Elena Litsova
Sænska ríkissjónvarpið hefur keypt sýningarrétt til fimm ára að Hrafnhildi, heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur.

Gengið var frá samningunum í desember síðastliðnum og hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir Ragnhildi Steinunni og aðra aðstandendur myndarinnar.

Myndin kom út fyrir tveimur og hálfu ári. Í henni er fylgst með Hrafnhildi leiðrétta kyn sitt. Rætt er við nánustu aðstandendur hennar, sem og geðlækna. Rýnt er í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta þjóðfélagslega stöðu hennar eftir aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×