Sport

Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur keppir til úrslita í 100 metra bringusundi seinna í dag.
Hrafnhildur keppir til úrslita í 100 metra bringusundi seinna í dag. vísir/valli
Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun.

Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti metið í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:06,87 mínútum. Gamla metið hennar var 1:08,07 en hún setti það á Smáþjóðaleikunum í júní.  

Hrafnhildur varð í 6. sæti í undanrásum af 70 keppendum og syndir í úrslitum síðar í dag.

Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti Íslandsmet sitt í 100 metra baksundi um 64 hundraðshluta úr sekúndu en hún synti á 1:00,25 mínútum og varð í 9. sæti af 66 keppendum.

Líkt og Hrafnhildur syndir Eygló Ósk í undanúrslitum síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×