Sport

Hrafnhildur í undanúrslit í 200 metra bringusundi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrafnhildur reynir við úrslitin í kvöld.
Hrafnhildur reynir við úrslitin í kvöld. vísir/afp
Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin í undanúrslit í 200 metra bringusundi en hún synti í undanrásum á EM í 50 metra laug í London í morgun.

Hrafnhildur vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í gærkvöldi sem er besti árangur sundkonu í sögunni en hún syndir í undanúrslitum í 200 metrunum í kvöld.

Hún synti 200 metrana í undanrásum á tímanum 2:25,99 mínútum og náði fjórða besta tímanum. Íslandsmet hennar í 200 metra bringusundi er 2:23,06 mínútur.

Hrafnhildur synti í fjórða riðli af fimm og kom önnur í mark á eftir dönsku stórstjörnunni Rikke Möller Pedersen. Hrafnhildur var fjórða eftir 150 metra en gaf heldur betur í á síðustu 50 metrunum og komst fram úr hinni finnsku Jennu Laukkanen og Dölmu Sebestyen frá Ungverjalandi.

Bryndís Rún Hansen keppti einnig í undanrásum í 100 metra flugsundi í morgun. Hún synti á 1:00,33 mínútu sem dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Hún varð í 23. sæti af 37 keppendum.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri þegar hún vann til silfurverðlaunâ á EM í sundi í London í gær, á nýju Íslandsmeti. Er hún fyrsti íslenski sundmaðurinn sem vinnur til verðlauna á EM í 50 m laug.

Ætlaði mér að synda miklu hraðar

Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×