ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Hrafnhildur Hanna búin ađ ná öllum nema Ramune

 
Handbolti
20:00 25. MARS 2016
Hrafnhildur Hanna Ţrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Ţrastardóttir. VÍSIR/STEFÁN

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk í jafntefli Selfoss og ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur þar með skorað 217 deildarmörk á tímabilinu.

Hrafnhildur Hanna hafði farið yfir tvö marka múrinn í leiknum á undan en hoppaði nú upp um fimm sæti og alla leið upp í annað sæti yfir þær sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili undanfarna tvo áratugi.

Hrafnhildur Hanna komst upp fyrir þær Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur (3 tímabili) og Pövlu Plaminkovu (1 tímabili) með því að skora þessi tólf mörk í Eyjum í gær.

Hrafnhildur Hanna hefur náð öllum nema Ramune Pekarskyte sem skoraði 253 mörk í 25 leikjum tímabilið 2003 til 2004. Ramune var að skora yfir tíu mörk að meðaltali í leik það tímabil.

Hrafnhildur Hanna hefur skorað þessi 217 mörk í 23 leikjum sem þýðir að hún hefur skorað 9,4 mörk að meðaltali í leik sem magnað framlag hjá þessari 21 árs gömlu stelpu.

Hrafnhildur Hanna varð markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra en þá var hún með 159 mörk í 22 leikjum eða 7,2 mörk í leik. Hún hefur því hækkað meðalskor sitt um tvö mörk í leik.

Það eru ekki miklar líkur á því að Hrafnhildur Hanna nái markameti Ramune Pekarskyte en til þess þyrfti hún að skora 36 mörk í síðustu þremur leikjum Selfossliðsins sem eru á móti Stjörnunni (heima), HK (úti) og FH (heima).

Hrafnhildur Hanna skoraði samtals 27 mörk í fyrri leikjum Selfoss á móti þessum þremur liðum.

Hrafnhildur Hanna þarf að skora tólf mörk að meðaltali í leik til að ná meti Ramune sem ætti því að lifa af enn eitt tímabili.

Ramune var erlendur leikmaður þegar hún setti metið sitt á sínum tíma og því hefur engin íslensk kona skorað fleiri mörk á einu tímabili en Hrafnhildur Hanna á þessari leiktíð.

Flest mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna 1995-2016:
(Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ)

Ramune Pekarskyte, Haukum 2003-04 - 253 mörk
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 2015-16 - 217 mörk
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2009-10 - 215 mörk
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2008-09 - 212 mörk
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2002-03 - 210 mörk
Pavla Plaminkova, ÍBV 2006-07 - 206 mörk
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH 2009-10 - 190 mörk
Anna Yakova, ÍBV 2003-04 - 185 mörk
Vera Lopes, ÍBV 2013-14 - 185 mörk
Halla María Helgadóttir, Víkingur 1997-98 - 183 mörk


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Hrafnhildur Hanna búin ađ ná öllum nema Ramune
Fara efst