Sport

Hrafnhildur er íþróttamaður ársins 2016 að mati lesenda Vísis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu um Íþróttamann ársins.
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu um Íþróttamann ársins. Vísir/Stefán
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir er íþróttakona ársins að mati lesenda Vísis.

Þeim gafst færi á að greiða atkvæði milli þeirra 10 sem meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna töldu komu til greina í kjörinu um Íþróttamann ársins.

Sjá einnig: Gylfi Þór er Íþróttamaður ársins

Hrafnhildur hlaut um fjórðung þeirra tæplega 6 þúsund atkvæða sem bárust frá lesendum en næstur á eftir henni var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins að mati íþróttafréttamanna, með um 23% atkvæða.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kom þar rétt á eftir með 22% kosningu. Það skilaði henni þriðja sætinu, rétt eins og í kjöri íþróttafréttamannanna.

Sjá einnig: Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár

Það er óhætt að segja að Hrafnhildur hafi tekið árið 2016 með trompi. Ekki einungis vann hún til þrennra verðlauna á Evrópumótinu í Lundúnum, og varð þannig fyrsta íslenska sundkonan til að fara þaðan með verðlaunapening, heldur hafnaði hún einnig í 6. sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum.

Það er besti árangur íslenskrar sundkonu frá upphafi. Þá sló hún einnig fjöldamörg Íslandsmet á liðnu ári.

Hér að neðan má sjá úrslit lesendakosningarinnar í heild sinni.



1. Hrafnhildur Lúthersdóttir

2. Gylfi Þór Sigurðsson

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

4. Aron Einar Gunnarsson

5. Júlían J. K. Jóhannsson

6. Martin Hermansson

7. Aníta Hinriksdóttir

8.-9. Eygló Ósk Gústafsdóttir

8.-9. Sara Björk Gunnarsdóttir

10. Aron Pálmarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×