Sport

Hrafnhildur: Ég á enn eitthvað inni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir. Fréttablaðið/Anton
„Mér líður virkilega vel. Ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir skömmu eftir að hún tók við silfurverðlaunum sínum á EM í London í kvöld.

„Það var eitt af mínu stóru markmiðum að komast á verðlaunapall á EM og það er rosalega skemmtilegt að það hafðist,“ sagði hún við blaðamann Vísis í kvöld.

Hún segir að það hafi allt gengið upp í sundinu í dag en hún kom þá í mark á nýju Íslandsmeti í 100 m bringusundi. Hún var rúmri sekúndu á undan næsta keppenda, hinni bresku Chloe Tutton.

„Þetta var æðislegur tími,“ sagði hún en Hrafnhildur synti á 1:06,45 mínútum. „Og síðustu 50 metrarnir voru rosalega góðir. Ég er þar að auki ekki fullhvíld núna og það er gott að vita af því að ég á eitthvað inni. Ég veit líka af öðrum hlutum sem ég get bætt.“

Hrafnhildur fær lítinn tíma til að hvíla sig en hún keppir í 200 m bringusundi strax á morgun. Nánar verður rætt við hana í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×