Innlent

Hrækti á einn lögregluþjón og beit annan

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn neitar því að hafa hrækt á lögregluþjón úr fangaklefa.
Maðurinn neitar því að hafa hrækt á lögregluþjón úr fangaklefa. Vísir/Getty
Karlmaður hlaut í dag eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm við Héraðsdóm Suðurlands fyrir ýmis brot gegn hegningarlögum. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir nokkur brot gegn valdstjórninni, en hann á meðal annars að hafa hrækt á lögreglumann á meðan hann dvaldi í fangaklefa og bitið annan lögreglumann í ítrekað í hendur og öxl á vettvangi umferðarslyss.

Maðurinn játaði að hafa bitið lögreglumanninn en sagði aðeins um eitt bit að ræða. Aftur á móti neitaði hann því að hafa hrækt á hinn lögreglumanninn úr fangaklefa, hann hafi þó öskrað á hann og við það hafi mögulega „eitthvað frussast úr honum“ í gegnum lúguna.

Þá játaði maðurinn að hafa brotið gegn nálgunarbanni en fallið var frá annarri ákæru á hendur manninum fyrir stórfelldar ærumeiðingar og brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×