Lífið

Hraðskreið lest jós snjó yfir áhyggjulausa farþega

Samúel Karl Ólason skrifar
Í stað þess að færa sig tóku margir upp símana og fylgdust með lestinni nálgast.
Í stað þess að færa sig tóku margir upp símana og fylgdust með lestinni nálgast.
Lestarfarþegar komust í hann krappann í gær, þegar lest á miklum hraða jós snjó yfir þau þar sem þau biðu við lestarteinana. Ekki var búið að moka af teinunum eftir óviðrið Stellu, sem fór yfir Bandaríkin og varð fólkið fyrir miklu magni af snjó af miklum þunga.

Ekki liggja miklar upplýsingar fyrir um atvikið, en eins og þeir segja á Gizmodo vekur hraði lestarinnar upp spurningar, en hann virðist vera óeðlilega mikill miðað við að ekki er búið að moka af teinunum.

Ljóst er að fólkið sá hvað í stefndi og höfðu einhverjir fært sig, en aðrir stóðu með farsímana á lofti og mynduðu lestina. Einn þeirra var Nick Colvin, sem birti myndband af atvikinu á Youtube í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×